Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tónlist

Anne-Mari Kivimäki | Dáleiðandi harmonikkutónlist frá Finnlandi

Mánudagur 15. apríl 2024

IN ENGLISH

Dáleiðandi harmonikkutónar Anne-Mari Kivimäki sækja innblástur í karelíska sagnahefð.

Með angurværum laglínum og lokkandi harmonikkutónum býður Anne-Mari Kivimäki okkur í ferðalag sem nær heil hundrað ár aftur í tímann. Í gegnum nýstárlegar tónsmíðar Anne-Mari heyrist ómur af karíelskum harmonikkutónum og ólgusjór norðanvindsins blæs lífi í aldagamla tónlist.

Anne-Mari Kivimäki er eitt af áhugaverðustu samtímatónskáldum og tónlistarmönnum finnskrar þjóðlagatónlistar. Hún hefur spilað víða um heim, sem einleikari og með tilraunatónlistarsveitinni Suistamon Sähkö, Anne-Mari Kivimäki Ensemble og 10 manna hljómsveitinni Lakkautettu Kylä. Hún starfar einnig við tónlistarrannsóknir og semur og flytur tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir.

Kivimäki hefur verið fulltrúi Finnlands á alþjóðlegum hátíðum frá árinu 1996. Kivimäki var valin Artist of the Year á árið 2017 á finnska Etnogala og plata hennar Lakkautettu Kylä hefur hlotið ýmsar tilnefningar og verðlaun.

Hér má kynna sér feril Anne-Mari enn frekar

Öll hjartanlega velkomin – enginn aðgangseyrir.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson
Sérfræðingur tónlistardeildar í Grófinni
valgeir.gestsson@reykjavik.is