Marína og Mikael
Mikael og Marína

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tónlist
Velkomin

Jazz í hádeginu I Mikael og Marína - Meiri ást

Fimmtudagur 7. mars 2019

Tónleikarnir verða einnig í Gerðubergi föstudaginn 8. mars kl. 12.15-13 og í Spönginni laugardaginn 9. febrúar kl. 13.15-14.

Jazzdúettinn Marína & Mikael hefur getið sér gott orð á íslenskri jazzsenu síðustu misseri og hafa þau starfað saman síðan haustið 2014. Þau gáfu út sína fyrstu plötu, Beint heim, í ágúst 2017 sem tilnefnd var til Íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokknum jazz & blús.
www.MarinaAndMikael.com

Efnisskráin: Dúettinn hefur sett saman skemmtilega og vel útfærða efnisskrá þar sem heiðraðir verða lítt þekktir jazz standardar sem hafa ekki fengið nægilega ást frá fæðingu; en eiga hana svo sannarlega skilið. Með þeim mun leika bassaleikarinn Leifur Gunnarsson.

Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari útskrifaðist frá FÍH vorið 2014 með burtfararpróf í jazzgítarleik undir handleiðslu Hilmars Jenssonar og Sigurðar Flosasonar. Í júní 2018 útskrifaðist hann svo með BA gráðu frá Conservatoríunni í Amsterdam undir handleiðslu Jesse van Ruller. Hann býr nú í Stokkhólmi en ferðast milli Íslands, Svíþjóðar og Hollands, semur, tekur upp tónlist og spilar á tónleikum.

Marína Ósk Þórólfsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar vorið 2011 með klassískt burtfararpróf á þverflautu og rytmískt burtfararpróf í söng. Hennar aðalkennari var Kristjana Stefánsdóttir. Marína lauk BA gráðu frá Conservatoríunni í Amsterdam í maí 2017 og stundar nú mastersnám í jazztónlist í Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi. (www.MarinaOskMusic.com)

Info in English on Facebook.

Merki