Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Þau vilja lifa! | Sýning

Þriðjudagur 9. apríl 2019 - Þriðjudagur 23. apríl 2019

Þau vilja lifa!
Borgarbókasafn | Menningarhús Spönginni
9. – 23. apríl


Nemendur Brúarskóla hafa unnið þemavinnu í vetur um dýr í útrýmingarhættu. Börnin nýttu allan sköpunarkraft sinn og veltu fyrir sér samspili dýraríkisins og okkar sjálfra. Þau uppgötvaðu margar áhugaverðar staðreyndir og fróðleik um fjölbreytileika náttúrunnar. Til að vekja athygli á ástandi margra dýra sem eru í útrýmingarhættu hafa þau sett fram, í myndum og máli, staðreyndir sem varpa ljósi á þá hættu sem við okkur blasir. Þau vilja lifa!

Sýningin er á dagskrá barnamenningarhátíðar í Reykjavík og verður opnuð þriðjudaginn 9. apríl kl.10.30. 

Nánari upplýsingar: 
Katrín Guðmundsdóttir 
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is