Verkið Gul Birta eftir Elínu Þ. Rafnsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Naglinn - Gul birta

Fimmtudagur 5. janúar 2023 - Mánudagur 6. mars 2023

Listaverkið Gul Birta eftir Elínu Þ. Rafnsdóttur er fyrsta verk ársins á Naglanum,  sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni. Gul Birta er 13. sýningin í röðinni en hver sýning samanstendur af einu listaverki.

Elín hefur fjölbreyttan bakgrunn í myndlist og hefur meðal annars stundað listnám á Íslandi, í Danmörku, San Francisso og New Paltz í New York fylki. Hún hefur til að mynda lært höggmyndalist, grafíska miðlun og í FabLab. Verk hennar eru ýmist olíumálverk en einnig grafísk verk þar sem hún notast við einþrykk. Elín hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis, einnig hefur hún haldið einkasýningar hér á landi. Elín hefur kennt listnám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti síðastliðin 30 ár og hefur einnig verið deildarstjóri á listnámsbraut skólans. Þá hefur hún tekið þátt í frumkvöðulsstarfi á vegum menntamálaráðuneytisins.

Bryndís Ómarsdóttir, starfsmaður á Sólheimasafni valdi verkið að þessu sinni.

Sýningin stendur frá 6. janúar til 6. mars.

Áhugasöm geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu, þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Hægt er að leigja verkið Gul Birta á 3.000 kr. á mánuði eða kaupa á 95.000 kr.

Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á heimasíðu Artóteksins


Nánari upplýsingar veita:
Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112