Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Kvennablóminn

Laugardagur 14. október 2023 - Miðvikudagur 10. janúar 2024

Sýningin samanstendur af myndverkum sem unnin eru úr blúndum, pífum, dúkum og öðrum dýrindis textílum sem safnast hafa í kassa og handraða Tótu (Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur) í gegnum árin og áratugina. Handverk kvenna og endurnýting er stefið í einstökum hjörtum sem segja margar sögur og kalla fram ýmsar tilfinningar…ást, gleði, öryggi, kraftur, brostið hjarta og svo margt fleira…

Sjá viðtal við Þórunni Elísabetu sem tekið var á dögunum...

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar og samsýningar, og unnið við fjölda verkefna í leikhúsi og kvikmyndum sem búninga- og leikmyndahönnuður. Samhliða því hefur hún unnið að eigin verkum, þar sem margs konar textíll og ýmsir hlutir koma við sögu, Þórunn hefur haldið sýningar víðsvegar um landið og stýrt og hannað fjölda safnasýninga.

Meðal kvikmyndaverkefna Þórunnar eru 101 Reykjavík, Ikingut og Hafið. Haldið var Sjónþing henni til heiðurs í Gerðubergi fyrir nokkrum árum. Hún hefur hlotið margar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Sjö ævintýri um skömm, Rómeó og Júlíu Vesturports og Leg.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 14. október kl. 14.

 

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230