sýning korpúlfar
Myndlistarhópur Korpúlfa

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Korpúlfar

Laugardagur 28. janúar 2023 - Laugardagur 25. febrúar 2023

Fyrsta samsýning myndlistarhóps Korpúlfa verður haldin á Borgarbókasafninu í Spönginni í ársbyrjun 2023.

Korpúlfar er heiti félags eldri borgara í Grafarvogi, innan félagsins hefur myndlistarhópur verið starfandi í 10 ár, fyrst á Korpúlfsstöðum en nú í félagsmiðstöðinni Borgum í Spönginni.

Leiðbeinandi hópsins er Pétur Halldórsson listmálari. Hópurinn telur um 15 manns, sem hittast á þriðjudagsmorgnum og eiga saman góða stund.

Hver málar það sem honum er hugleikið og félagarnir finna myndefni hér og þar, ýmist í persónulegum myndum eða myndabönkum. Efniviður er að eigin vali, sumir mála á léreft, aðrir á pappír, en markmiðið er að eiga góða stund og skapa saman.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 28. janúar kl. 14:30!

Sýnendur:

Bergsteinn Pálsson, Bjarni Sighvatsson, Davíð Jónsson, Margrét Oddsdóttir, Dóra Diego, Guðlaug Ólafsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Gylfi Theodórsson, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Ingibjörg Andrésdóttir, Ingveldur Jónsdóttir, Margrét Harpa Hjartardóttir, María Halldórsdóttir, Ragna K. Hjaltadóttir, Sigríður D. Benediktsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Stefán Guðjohnsen og Steinar Gunnarsson.


Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is