Um þennan viðburð

Tími
16:00
Verð
Frítt
Sýningar

Shu Yi opnar Stofuna | A Glimpse Within

Þriðjudagur 28. febrúar 2023 - Þriðjudagur 7. mars 2023

Shu Yi býður þér í opnun Stofunnar | A Public Living Room hennar þriðjudaginn 28. febrúar kl. 16:00. 
Hún verður á 2. hæð í Grófinni í sýningarrýminu Hringnum. 
Börn og fullorðin velkomin að taka þátt! Lesið meira um sköpunarferli Shu Yi í viðtali við hana

Mér líður vel þegar ég er hluti af rýminu. Það er ástand þar sem ytra áreiti og innra hugarástand eru í jafnvægi. Vellíðan felur líka í sér að við tökum eftir því þegar ástandið verður óþægilegt og að við leyfum okkur að upplifa breytinguna og finnum þannig fyrir því hver við erum í raun og veru. Hver er ég á bókasafninu? Hvaða merkingu hefur bókasafnið fyrir mig? Mín útgáfa af Stofunni er listræn rannsókn sem vekur spurningar um eigin meðvitund og upplifun af rými, ég vil styðja fólk í að vekja undirmeðvitundina í nýju samhengi, að endurraða og setja nýjan fókus – þannig getum við endurheimt vellíðan og heilbrigða undirmeðvitund.

Um Stofuna
Mánaðarlega er ný útgáfa af Stofunni sköpuð, sem er tímabundið rými innan bókasafnsins. Áhersla er lögð á að kanna leiðir til að miðla óháð tungumálum. Í Stofunni er hægt að upplifa bókasafnið samkvæmt reglum sem skapendur rýmisins setja því.

Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is