Lífríkið er sköpunarsaga

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Lífríkið er sköpunarsaga

Fimmtudagur 14. mars 2024 - Fimmtudagur 28. mars 2024

Staðsetning: Hringurinn, 2. hæð

 

Verkið samanstendur af grágrýtissteinum frá Snæfellsnesi raðað í manngengan spíral á gólfi.

Eftir spíralnum er sköpunarsaga jarðar rakin. 

Innst í spíralnum eru sýnishorn af steintegundum þar á eftir kemur gróður og leiruð dýr og manneskjur.

Verkið hennar Esterar Jóhannesdóttur fer með okkur í sköpunarferðalag frá örófi alda og er uppspretta hugmynda og vangaveltna um tilurð heimsins og framhaldið. Vísindamönnum hefur aðeins tekist að útskýra 15% af tilurð heimsins en þessi 85% af óútskýrðu efni er nefnist hulduefni fer með okkur á ókannaðir slóðir.

Verkið getur þannig vakið okkur til umhugsunar um margt eins og hinar ýmsu sköpunarsögur í bókmenntum sem urðu til á undan vísindunum og vonandi einnig um mikilvægi  verndun náttúrunnar þar sem auðlindirnar eru ekki óþrjótandi.

Ester Jóhannesdóttir útskrifaðist með MFA gráðu frá University of Leeds árið 2010 og hefur fengist við listsköpun í yfir 30 ár.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100