Ljósmynd eftir Jan Heinonen
Ljósmynd eftir Jan Heinonen

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar
Velkomin

Ljósmyndasýning | Sakna ég Íslands

Föstudagur 8. nóvember 2019 - Laugardagur 30. nóvember 2019

Velkomin á ljósmyndasýningu Jan Heinonen. Auk ljósmyndanna verða til sýnis ljóð Tapio Koivukari á Ljóðatorginun á 5. hæð Borgarbókasafnsins. Sýningin opnar 8. nóvember kl. 16:00 og stendur til 30. nóvember. Verið öll velkomin.

Sjá viðburð á Facebook / Info in English on Facebook

„Ég kom til Íslands í fyrsta skipti árið 2012 til þess að vinna og féll samstundis kylliflatur fyrir landinu. Mér leið eins og ég hefði fundið mitt annað heimili. Vindurinn, vatnið og auðnin heillaði mig mest. Nokkrum árum síðar hitti ég fyrir tilviljun rithöfundinn Tapio Koivukari og frétti að hann hefði búið á Íslandi um nokkurt skeið. Skömmu síðar stakk ég upp á því við hann hvort hann væri tilbúinn að hafa ljóð sín til sýnis með ljósmyndunum mínum. Tapio tók vel í það og er afrakstur þess að finna hér á sýningunni.

Undanfarin ár hafa verk mín tekist á við spurninguna: hvert er samband manns og náttúru? Þess vegna hef ég mikinn áhuga á samræðu og samtali um þau málefni. Eins langt og ég man hefur náttúran haft sérstaka þýðingu fyrir mig. Þegar ég loka augunum, hverf ég til æsku minnar og inn í skóg þar sem þögnin er alger. Sértu í tengslum við náttúruna mun hún ljúka upp töfrum sínum.“

Jan Heinonen er sjónlistamaður frá Vantaa í Finnlandi. Hann er ljúka við meistaragráðu í stjórnsýslufræðum við háskólann í Tampere, þá hefur hann einnig lagt stund á listasögu við háskólann í Helsinki sem og listfræði við listaháskólann í Helsinki. Hann vinnur aðallega út frá ljósmyndum og vídeóverkum. Í listaverkunum rannsakar hann sinn eiginn innri veruleika og náttúruna í umhverfi sínu. Í myndefninu birtast tengsl hans við tilfinningar og náttúruna sem og áhugi hans á svæðum eins og norðurheimskautinu, auðnum og öræfum.

Tapio Koivukari er fæddur í Rauma í Finnlandi 20. ágúst 1959 og starfar sem rithöfundur og þýðandi. Hann er með masterspróf í guðfræði og var búsettur á Íslandi frá 1989-1993. Tapio hefur gefið út skáldsögur, smásögur  auk þess að hafa þýtt verk íslenskra rithöfunda á finnsku. Frá 1993-2000 kenndi hann við grunnskólann í Rauma. Frægasta rit Tapio er þríleikur sem gerist á eyjaklasa og heita bækurnar Land vindanna (Land of the Wind), Þar sem öldurnar brotna (Where the Waves Brake) og ‘Sumu Log Book

Afgreiðslutími Borgarbókasafnsins í Grófinni

Nánari upplýsingar veitir:
Hubert.gromny@reykjavik.is