Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 20:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Sýningar
Tónlist
Ungmenni

Opnunarpartý OKsins

Laugardagur 30. nóvember 2019

OKið - nýtt upplifunarrými í Gerðubergi, opnar þann 30. nóvember með stóru opnunarpartýi fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára (7.-10. bekk). 

Rapparinn Floni kemur fram, auk þátttakenda úr Skrekk 2019 og DJ VIncent heldur uppi stuðinu. 

Boðið verður upp á pizzur og hamborgara. 

Foreldrar eru velkomnir á bókasafnið í Gerðubergi, en þar verður boðið upp á kaffi og bakkelsi á meðan á partýinu stendur. 

Frítt er inn en miðafjöldi er takmarkaður. Hægt er að nálgast miða á Borgarbókasafninu í Gerðubergi frá og með 15. nóvember.

OKið er nýtt upplifunarrými fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára og verður ekki opið fullorðnum og yngri börnum. Þar verður hægt að læra, skapa, fikta, eiga í samtali og einfaldlega hanga. OKið er þátttökuverkefni og hafa ungmenni úr Breiðholti tekið virkan þátt í þróun og framkvæmd verkefnisins. OKið hlaut veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði fyrr á árinu og er eins konar tilraunaverkefni Borgarbókasafnsins þar sem verða prófaðar ólíkar miðlunarleiðir til að ná til ungs fólks. Í rýminu er unnið með tækni og umhverfismál en einnig gefst ungmennum tækifæri til að prófa sig áfram og sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir
verkefnastjóri bókmennta
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 661-6178

Merki