Tryggvi Gunnar Hansen Borgarbókasafnið Árbæ
Tryggvi Gunnar Hansen Borgarbókasafnið Árbæ

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Staður
Borgarbókasafnið Menningarhús Árbæ
Hraunbæ 119
110 Reykjavík
Hópur
Fyrir alla
Skráning og þátttaka
Spjall og umræður

Sýningarspjall | Danshljóðfæri og draumahús náttúruunnanda

Þriðjudagur 2. október 2018

Tryggvi Gunnar Hansen sýnir um þessar mundir málverk eftir sig og hljóðfæri sem hann hefur smíðað í Borgarbókasafninu í Árbæ. Þennan þriðjudag ætlar hann að spjalla við gesti um sýninguna og hugmyndir sínar á bak við verkin.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Tryggvi Gunnar Hansen er fæddur á Akureyri 1956. Hann stundaði nám í myndlist í Myndlista- og Handíðaskólanum á árunum 1978 til 1984. Einnig hefur hann lært heimspeki, þjóðfræði, sálfræði, ásamt torfhleðslu og byggingarlist. Sveinn Einarsson frá Hrjóti og Stefán í Brennigerði kenndu Tryggva listina að hlaða úr torfi og grjóti en þá iðju stundaði hann um 20 ára skeið.

Undanfarin ár hefur Tryggi helgað sig rannsóknum á þjóðfræði og má raunar segja að listsköpun hans snúist að miklu leyti um þau fræði. Um aldamótin ferðaðist Tryggvi til Evrópu, mest norður- og austurhlutann og kannaði þjóðlönd og fornann menningararf. Hann telur að með því að bera saman þjóðmenningu frá ýmsum tímabilum og landssvæðum getum við fengið betri sýn á fortíðina og einfaldara sé byggja upp betra þjóðfélag. Í Evrópu var ríkjandi náttúrumenning líkt og meðal Indíána í Ameríku en hún hvarf þegar þjóðríkið tók við en það var stofnað af herforingjum. Tryggvi vill að mannkynið hverfi aftur til fyrra skipulags þar sem allir höfðu aðgang að valdinu og vopn voru óþörf. Hann vitnar m.a. í rannsóknir Mariu Gimbutas við Svartahaf þar sem fundist hafa minjar um byggð þar sem menning var á háu stigi en engin vopn.

Tryggvi sér fyrir sér samfélag í sátt við náttúruna án stéttskiptingar og misskiptingar valds. Listaverkin á sýningunni tengjast þeirri hugsjón en myndunum má m.a. sjá híbýli sem falla vel að náttúrinni og hljóðfæri sem hann smíðar sjálfur með eldri hljóðfæri úr Evrópu sem fyrirmynd.

Sýning Tryggva stendur út októbermánuð.

Nánari upplýsingar:
Katrín Guðmundsdóttir, katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is