Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður
Sýningar

Sýningarspjall | Hvað á svo að gera við allar bækurnar?

Miðvikudagur 16. febrúar 2022

Sýningarstjórar sýningarinnar Þín eigin bókasafnsráðgáta í Borgarbóksafninu Gerðubergi, þær Embla Vigfúsdóttir og Svanhildur Halla Haraldsdóttir, segja frá tilurð sýningarinnar og framleiðslu. Jafnframt verður skoðað hvernig hægt sé að halda bókum inn í hringrásarhagkerfinu, eftir að þær eru marglesnar. Hvað eigum við að gera við allar bækurnar að sýningu lokinni? 

Þín eigin bókasafnsráðgáta opnaði 2. október 2021 og er sýning og leikur í anda flóttaherbergja (Escape room). Öll sýningin er gerð úr endurnýttum hlutum s.s. bókum og húsgögnum úr Góða hirðinum. Við gerð sýningarinnar áttuðu höfundarnir sig á því að mikið af bókum er hent í ruslið - líka þær sem fá að stoppa í smástund í Góða hirðinum. Bækur má nýta í margt annað en lestur eins og sést glögglega á sýningunni.  

Hvetjum öll til að mæta sem áhuga hafa á sýningargerð og endurvinnslu og þess má geta að það má „stela“ sýningunni. 

Frekari upplýsingar veitir: 
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is