Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Stofan | Sönn saga

Þriðjudagur 28. mars 2023 - Þriðjudagur 4. apríl 2023

Philippe býður þér á opnun Stofunnar | A Public Living Room, þriðjudaginn 28. mars kl. 16:00. Hann verður á 2. hæð í Grófinni

"Mér hefur aldrei liðið vel á bókasöfnum, þau eru svo yfirþyrmandi með þessu fjalli af upplýsingum sem þú stendur frammi fyrir og horfist í augu við. Að sjálfsögðu er þetta allt gott fyrir heilabúið, en hjartað er ekki eins opið því ég veit að ég get ekki melt þetta allt saman. Svo mér finnst betra að sækja mér þekkingu í stað upplýsinga, ég er móttækilegur og leyfi þekkingunni að setjast að í mér og ég vex með henni. Á frönsku notum við hugtakið “connaissance” sem í beinni þýðingu væri “við fæðingu” eða að fæðast í okkur, í merkingunni að upplýsingar fæðist innra með okkur. Í þessum viðburði langar mig að bjóða þátttakendum að endurheimta innri styrk og valdið yfir köldum staðreyndum. Við munum tengjast okkur sjálfum og umbreyta upplýsingabrotum í þekkingu."

Philippe Clause um þróunarferlið

Um Stofuna
Mánaðarlega er ný útgáfa af Stofunni sköpuð, sem er tímabundið rými innan bókasafnsins. Áhersla er lögð á að kanna leiðir til að miðla óháð tungumálum. Í Stofunni er hægt að upplifa bókasafnið samkvæmt reglum sem skapendur rýmisins setja því.

Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is