Opið samtal | Á ÞESSUM aldri?
Hvað ert þú gamall / gömul / gamalt? Hefur þú heyrt að þú sért of ungur til að skilja, of gömul til að geta eða ekki nógu gamalt til að vera með? Hver ákvarðar aldurstakmörk og á hvaða forsendum? Hefur þú upplifað höfnun eða fordóma sökum aldurs?
Við bjóðum í Opið samtal um aldur og aldursfordóma. Hvaða áhrif hefur aldur okkar á þátttöku? Setjum við okkur sjálf skorður eða eru hindranirnar hluti af samfélagsgerðinni og reglunum sem við setjum okkur? Öll erum við með aldur. Saman viljum við kanna í sameiningu hvernig við vinnum gegn aldursfordómum og sköpum samfélag sem opnar á ný tækifæri óháð aldri. Við hvetjum fólk á öllum aldri til að taka þátt.
Vilt þú að rödd þín heyrist? Þáttagerðarfólk frá Samfélaginu á RÁS 1 verða á staðnum með upptökutæki til að fanga umræðuna og útvarpa hluta hennar í þættinum.
Öll velkomin, þátttaka ókeypis
Hvað er Opið Samtal?
Opið samtal á Borgarbókasafninu er hlutlaus vettvangur þar sem bilið er brúað á milli einstaklinga, samtaka og stofnana. Í Opnu samtali er markmiðið að ræða saman brennandi málefni á jafningjagrundvelli, með það að markmiði að finna svörin saman, koma málum í farveg og að ólík sjónarmið fái að heyrast.
Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdóttir@reykjavík