Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Opið samtal | Hlutverk Fjölmenningardeildar VMST

Þriðjudagur 30. janúar 2024

Hvaða þjónstuhlutverki gegnir Fjölmenningardeild VMST í dag, hverjar eru helstu áskoranir í starfi og hverjir geta leitað til þeirra eftir stuðningi? Hvernig væri hægt að nýta vettvang borgarinnar til ná til þeirra sem eru nýflutt til Íslands, eins og til dæmis almenningsrými bókasafnsins?   

Við kynnumst starfsemi Fjölmenningardeildar VMST í óformlegu samtali á bókasafninu. Árið 2022 sameinuðust Fjölmenningarsetur og Ráðgjafastofa innflytjenda (New in Iceland). Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun sameinuðust svo í apríl 2023. Í kjölfarið var skipuriti VMST breytt og búið til Fjölmenningarsvið. Þar undir er Fjölmenningardeild sem heldur utan um flest þau verkefni sem fylgdu Fjölmenningarsetri.   

Viðburður á Facebook

Öll velkomin, þátttaka ókeypis 

Opið samtal er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti. Hér könnum við ólík samræðuform og í sameiningu lærum við nýjar leiðir til að ræða málefni sem standa okkur nærri.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is