Um þennan viðburð
Nýlendulaus næring
Þér er boðið að borða og horfa við matarborðið.
Tryggðu þér sæti við matarborð þar sem hver máltíð felur í sér sögur af samstöðu og varpar ljósi á sjálfsmynd. Einstakt bragð, innhaldið og uppruni tengir réttina við gleðina af því sem við þekkjum og tengjum bæði við menningu og manneskjur.
Matur minnir okkur einnig á hvernig svæði og menningarleg gildi hafa verið tekin yfir í anda nýlenduhyggju. Við munum sýna þér einstaka heimildarmynd sem tengir saman rétti og réttlæti.
Í nýlendulausri næringu beinum við athyglinni að sameiginlegri arfleifð og matnum sem tengist henni. Við matarborðið skapast samræður þar sem við höldum í vegferð í átt að jafnara og réttlátara samfélagi án rasisma.
Skráning nauðsynlegt, 16 sæti laus við matarborðið. Opnað verður fyrir skráningar 8. janúar.
Þátttaka ókeypis, öll velkomin
Þessi viðburður er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins. Sjá heildardagskrá Framtíðarfestivals HÉR.
Frekari upplýsingar veitir:
Beyond Melanin
beyondmelanin.iceland@gmail.com