Loftslagskaffi

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
enska og íslenska
Spjall og umræður

Loftslagskaffi | Seigla og aktívismi

Fimmtudagur 14. nóvember 2024

Taktu þátt í samtali um seiglu og aktivisma með Lóu Hjálmtýsdóttur listakonu og aktívista, Hjálmtý Heiðdal formanni félagsins Ísland-Palestína, Helgu Ögmundardóttur mannfræðiprófessor og aktivista, og Aðalbjörgu Egilsdóttur aktivista frá UngirUmhverfissinnum.

Við munum kafa ofan í hvað það er sem hver og einn, sem og við sem samfélag, þurfum til þess að halda áfram í þeirri vegferð að skapa réttlátara og fallegra samfélag fyrir núverandi og komandi kynslóðir.

Lífið er fallegt og erfitt í senn! Heyrum frá þessum reysluboltum og deilum leiðum - sköpum samtal um það sem skiptir okkur mestu máli - stöndum vörð um mannréttindi, náttúruna og hvort annað.

Marina Ermina og Marissa Sigrún Pinal leiða vinnustofu Loftslagskaffis þar sem við færum okkur í áttina að því að vera virk í þágu samfélags og náttúru. 

Viðburður á Facebook
Tengill á streymi frá viðburðinum: https://shorturl.at/fzkr3

Öll velkomin, þátttaka ókeypis. 

Nánar um Climate Cafe á Facebook 

Nánari upplýsingar um verkefnið Loftslagskaffi veita: 
Marina Ermina, marina@greenwellbeing.org 
Marissa Sigrún Pinal, msp5@hi.is