Kynningarmynd Vestur í bláinn

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

Listamannaspjall  | Vestur í bláinn

Fimmtudagur 17. september 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Sjá nánar hér

Staðsetning viðburðar: Torgið, jarðhæð.
Hámarksfjöldi gesta: 20 - Sjá skráningarform neðst á síðunni.
Boðið er upp á kaffi.

 

Listamennirnir ÚaVon, Hugo Llanes, Bára Bjarnadóttir and Eva Bjarnadóttir  kynna verk sín með Claire Paugam, sýningarstjóra Vestur í bláinn.
Kynnt verk eru hluti af samsýningunni Vestur í bláinn,  sem býður upp á næma og ljóðræna nálgun á hugmyndum um það ókunnuga og fer fram á nokkrum stöðum í Reykjavík.
Sýningin miðar að því að bjóða upp á rými fyrir alls konar raddir, ólík tungumál og margvíslegar sögur af fólki af fjölbreytilegum uppruna, sem sjaldan heyrast í listaheiminum eða á opinberum vettvangi.
Tónlist verkefnisins var gefin út rafrænt 1. september og listsýningin á sér stað á tíu mismunandi opinberum stöðum í Reykjavík frá 3. september til 30. september.

Viðburðurinn fer fram á ensku og er ókeypis. 

Viðburður á Facebook.

Um Vestur í bláinn

Vestur í bláinn byrjaði sem tilraunakennt tónlistarverkefni Juliusar Pollux, þar sem hann tengir saman raddir innflytjenda og flóttafólks á Íslandi og sína eigin upplifun af viðfangsefninu í gegnum tónlist.
Claire Paugam og Julius Pollux gengu síðan til samstarfs til að víkka verkefnið út; gera listsýningu úr því, færa hið pólitíska inn í ljóðrænt samhengi, hvetja til hlustunar og upplifunar á sögum, aðstæðum, tilfinningum og bakgrunni fólks með sjónarhorn húmanisma og samkenndar að leiðarljósi.
Myndlistarfólki var boðið að eiga í samtali við tónlistarverkefnið og afrakstur þess eru þau tíu listaverk sem verða sýnd á sýningunni. Listakonur og listamenn sem taka þátt eru ÚaVon, Hugo Llanes, Melanie Ubaldo, Bára Bjarnadóttir, Eva Bjarnadóttir, Ewa Marcinek, Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender. Sýningin mun eiga sér stað í tíu mismunandi almenningsrýmum um borgina: Hlemmi, Nýlistasafninu, Hörpu, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafninu Gerðubergi, Ráðhúsinu, Kaffi Laugalæk og Hafnarhúsinu.

Upplýsingar um sýningardagskrá í heild má finna hér: Vefsíða Vestur í bláinn

Sýningin á Facebook


Frekari upplýsingar veitir:
Claire Paugam: clapaugam@hotmail.fr