Listaverk Ewu Marcinek Second Skin
Second skin by Ewa Marcinek

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

Listakvennaspjall I Vestur í bláinn

Sunnudagur 13. september 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Sjá nánar hér. 

Staðsetning viðburðar: Inni í bókasafnsrými Gerðubergs 
Hámarksfjöldi gesta: 10 - Sjá skráningarform neðst á síðunni.
Boðið er upp á kaffi.

Listaverk Ewu Marcinek, Second skin, er vinnugalli gerður úr gulum plasthönskum með saumum sem notaðir eru til að loka sárum og vernda líkamann frá hörðum, særandi eða einfaldlega óþægilegum raunveruleika í nýju landi. Innblástur verksins er sóttur í viðfangsefni listakonunnar Wiolu Ujazdowska um heim erlendra verkakvenna á Íslandi.  Verkið er til sýnis ásamt tónverkinu Anna eftir Julius Pollux.

Ewa mun kynna verk sitt, sem hangir inni á bókasafninu Gerðubergi, ásamt Claire Paugam, sýningarstjóra Vestur í bláinn, sem mun fjalla um verkefnið Vestur í bláinn. 

Kynningin er á ensku og þátttaka er ókeypis. 

Viðburðurinn á Facebook.

 

Um Ewu Marcinek

Ewa er listakona, rithöfundur og framleiðandi sem lifir og starfar í Reykjavík. Hún er einn af stofnendum leiklistarfélagsins Reykjavik Ensemble og Ós Pressunnar, sem gefur út ritverk fjöltyngds hóps rithöfunda. In verkum Ewu leikur hún sér með minningar, sjálfsmyndir og einkasögur. 
www.ewamarcinek.com

Um Claire Paugam

Claire er listakona búsett í Reykjavík, verk hennar hafa verið sýnd í fjölmörgum listastofnunum á Íslandi og erlendis.  Claire er situr í stjórn Nýlistasafnsins og var hlaut hvatningarverðlaun Myndlistarsjóðs 2020 fyrir metnaðarfullt og kröftugt framlag til myndlistar á árinu.
www.clairepaugam.com 

Um Vestur í bláinn

Vestur í bláinn byrjaði sem tilraunakennt tónlistarverkefni Juliusar Pollux, þar sem hann tengir saman raddir innflytjenda og flóttafólks á Íslandi og sína eigin upplifun af viðfangsefninu í gegnum tónlist.
Claire Paugam og Julius Pollux gengu síðan til samstarfs til að víkka verkefnið út; gera listsýningu úr því, færa hið pólitíska inn í ljóðrænt samhengi, hvetja til hlustunar og upplifunar á sögum, aðstæðum, tilfinningum og bakgrunni fólks með sjónarhorn húmanisma og samkenndar að leiðarljósi.
Myndlistarfólki var boðið að eiga í samtali við tónlistarverkefnið og afrakstur þess eru þau tíu listaverk sem verða sýnd á sýningunni. Listakonur og listamenn sem taka þátt eru ÚaVon, Hugo Llanes, Melanie Ubaldo, Bára Bjarnadóttir, Eva Bjarnadóttir, Ewa Marcinek, Claire Paugam og Julius Pollux Rothlaender. Sýningin mun eiga sér stað í tíu mismunandi almenningsrýmum um borgina: Hlemmi, Nýlistasafninu, Hörpu, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafninu Gerðubergi, Ráðhúsinu, Kaffi Laugalæk og Hafnarhúsinu.

Upplýsingar um sýningardagskrá í heild má finna hér: Vefsíða Vestur í bláinn

Frekari upplýsingar veitir
Claire Paugam: clapaugam@hotmail.fr