Um þennan viðburð

Tími
20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

Lífsstílskaffi - Hjálp barnið mitt er grænmetisæta

Miðvikudagur 5. september 2018

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi

Jón Yngvi Jóhannsson er bókmenntafræðingur og lektor í íslenskum bókmenntum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað um bókmenntir í blöð, tímarit og bækur undanfarna tvo áratugi, bæði á íslenskum vettvangi og erlendum. Í fyrra vor venti hann sínu kvæði í kross og gaf út matreiðslubókina Hjálp, Barnið mitt er grænmetisæta! Matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Umsjón: Hólmfríður Ólafsdóttir verkefnastjóri, holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is, S. 4116114

 

Bækur og annað efni