
Um þennan viðburð
Hvað ættum við að rækta á bókasafninu?
Erum að útbúa innandyra kryddjurtagarð og viljum mjög gjarnan heyra hvað ykkur langar að rækta þar! Einnig erum við að safna fræjum til að stækka Fræsafnið okkar fyrir næsta gróðursetningartímabil!
Áttu auka fræ heima sem þig langar að gefa? Eru kryddjurtir sem þú saknar frá heimalandi þínu sem gaman væri að rækta hjá okkur? Eða, áttu lausa stund til að hjálpa okkur að búa til gróðursetningardagatöl sem henta íslensku loftslagi?
Komdu í notalega handverksstund innan um fræin þar sem við fáum okkur kaffi/te og snarl og föndrum gróðursetningardagatöl.
Öll velkomin og þátttaka er ókeypis, líkt og á öllum viðburðum Borgarbókasafnsins.
Fræsöfn eru að verða algeng bókasafnsauðlind og hafa reynst vera góð leið til að sameina samfélagið með garðyrkju. Við hvetjum einstaklinga og félagasamtök til að gefa afangsfræ til að stofnsetja fræsafnið. Fólk í nærsamfélaginu getur komið og fengið fræ úr skúffunum þegar þeim hentar og er jafnframt hvatt til að fylla á safnið með fræjum úr eigin plöntum, þegar þær þroskast.
Kemstu ekki á viðburðinn? Við tökum gjarnan á móti fræjum í afgreiðslunni á öllum söfnum Borgarbókasafnsins. Munið að merkja!
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
Verkefnastjóri – Aðgengi og samfélagsleg þátttaka
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is