Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður
Sýningar

Hönnunarmars | Tölum saman um framtíðarbókasafnið - til næstu 100 ára

Laugardagur 6. maí 2023

Á sama tíma og Borgarbókasafnið á 100 ára afmæli, er undirbúningur hafin á endurbótum á Grófarhúsi fyrir framtíðarbókasafn Reykjavíkur. Hugmyndir um bókasöfn í heiminum eru að breytast (frá stað til að fá lánaðar bækur til staðar þar sem fólk kemur saman) og því skapast einstakt tækifæri til að fylgja þessari alþjóðlegu þróun og skapa í samráði við fólk nýtt samfélagsbókasafn sem býður okkur öll velkomin og þar sem mannlífið blómstrar.

Það er borgarinnar að búa til samfélagslega umgjörð sem veitir fólki jöfn tækifæri. Við sem samfélag verðum að bjóða fólki upp á almenningsrými til að koma saman á, stað þar sem hægt er að jafna aðstöðumun og hver og einn getur tekið þátt á eigin forsendum.

Komdu og kynntu þér verkefnið og það einstaka tækifæri sem við eigum til að eignast hlutdeild í því. Hægt verður að skoða risastórt líkan af framtíðarbókasafninu og þú getur haft áhrif á hönnunina. Hönnunarteymi bókasafnsins vill í samráði við notendur skapa sannkallað samfélagsbókasafn á besta stað í bænum þar sem nóg pláss er fyrir fólk, deilihagkerfið blómstrar og eitthvað nýtt verður til!

Dagskrá:
13:00 - 13:15 Kynning á verkefninu og hugmyndafræði nýja bókasafnins - Jan David - Arkitekt og alþjóðlegur bókasafnsfræðingur
13:15 - 13:20 Skúli Helgason - borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs
13:20 - 13:50 Umræður með hönnunarteyminu og stjórnmálamönnum
13:50 - 14:00 Loftfimleikaatriði frá sirkuslistafélaginu Hringleik
14:00 - 14:40 Hlustum á og tölum saman um ykkar hugmyndir!
14:40 - 15:00 Lykilhugmyndir fyrir næstu skref í hönnunarferlinu
 

Sýningin er opin á Hönnunarmars frá 3. - 7. maí.

Hönnunarteymið samanstendur af JVST arkitektum, Inside Outside upplifunarhönnuðum, Kreativa innanahússhönnun og bókasafnssérfræðingi frá Hanrath Arkitektum.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 698 2466