Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 12:30
Verð
Frítt
Tungumál
Mörg tungumál
Spjall og umræður

Framtíðartákn - Samskapað textílverk

Laugardagur 25. janúar 2025

Settu þitt mark á sameiginlegt listaverk samsett úr framtíðartáknum: Sól, tré, hjarta, hendur, fótspor, sjávaröldu eða sel. Hér gefst tækifæri á að kanna hugmyndir um heiminn sem þú vilja sjá eftir 100 ár. Með nýjum táknum tengjumst við saman í stærri framtíðarmynd. Hægt verður að stimpla tákn á textílverkið. Á framtíðarfestivalinu verður til fullbúið textílverk fyllt með táknum um bjartari framtíð og sameiginlega von.

Smiðjan hentar jafnt fullorðnum sem börnum. Ókeypis þátttaka, öll velkomin

Viðburður á Facebook

Þessi viðburður er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins. Sjá heildardagskrá Framtíðarfestivals HÉR.

Frekari upplýsingar veitir:
Ásdís Birna
asdisbirnag@gmail.com