Um þennan viðburð
Framtíðarlöggæsla: Öryggi án valdbeitingar?
Þessi viðburður fjallar um samskipti lögreglu og minnihlutahópa með kynningu og hópumræðum sérfræðinga, aðgerðarsinna og stefnuvöldum. Umfjöllunin byggir á nýlegum rannsóknum á reynslu þjóðernisminnihlutahópa af löggæslu á Íslandi sem fylgt er eftir af samtali fulltrúa forystu samfélagsins. Skipuleggjandi mun deila innsýn í mismunun, hatursorðræðu og upplifun jaðarsettra samfélaga.
Viðburðurinn þjónar einnig sem stefnumótandi vettvangur meðal íbúa, samfélagsmeðlima og málsvara borgararéttinda, með áherslu á lýðræðislega skjólstæðinga- og samfélagsmiðaða nálgun. Þátttakendur munu kanna sjálfbærar leiðir til að efla starf sitt - með framtaki á borð við útgáfu efnis eða samstarf við stofnanir - og búa til stuðningsvettvang til að knýja fram breytingar og kynna víðtækari tækifæri til samvinnu.
Ókeypis þátttaka, öll velkomin. Umræðurnar fara fram á ensku og íslensku.
Þessi viðburður er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins. Sjá heildardagskrá Framtíðarfestivals HÉR.
Frekari upplýsingar veitir:
Armando Garcia Teixeira
arg78@hi.is