Um þennan viðburð
AFLÝST Café Lingua | Stefnumót tungumála
Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið aflýst.
Spænska er í brennidepli að þessu sinni!
Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin tungumáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni.
Café Lingua – lifandi tungumál er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sjá nánar um verkefnið hér á heimasíðunni eða í Facebook-hópnum Café Lingua - lifandi tungumál.
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is