Vettvangur samsköpunar

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður
Tungumál

Búum til ný íslensk orð!

Fimmtudagur 16. nóvember 2023

Búum saman til ný íslensk orð og söfnum þeim saman í bók - óskrifaða orðabók með nóg af auðum síðum fyrir tilbúin orð. 

Höfundar sem kynna eigin tilbúnin orð eru:

Bára Halldórsdóttir
Fan Sissoko
Francesca Cricelli
Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin
Jakub Stachowiak
Mao Alheimsdóttir
Sólveig Ásta Sigurðardóttir

 

// Dagskrá
16.30 - Opnum nýja orðabók - Söfnun tilbúinna orða hefst
Lara Hoffmann og Anna Wojtyńska, verkefnastjórar og rannsakendur verkefnisins Vettvangur samsköpunar, ræða reynslu af því að beita skapandi aðferðafræði til að vinna gegn jaðarsetningu innflytjenda og efla borgaralega þátttöku þvert á samfélagið.

17.00 - Upplestur höfunda á tilbúnum orðum
Að upplestrinum loknum geta öll sem vilja kynnt eigin orð á vettvangi - hljóðneminn er opinn!


//

Hvaða orð vantar í íslenskuna? Samfélagið tekur stöðugum breytingum og tungumálið þarf að þróast í takt svo við getum miðlað og tjáð okkur um nýjan raunveruleika. Í tilefni af degi íslenskrar tungu bjóðum við almenningi að kíkja á okkur í Grófinni og skapa með okkur tungumálið.
 

Öll velkomin, þátttaka ókeypis
Viðburður á Facebook

Viðburðurinn er hluti verkefnisins Vettvangur samsköpunar og er styrkt af Bókasafnasjóði og Byggðarannsóknasjóði

Frekari upplýsingar 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is