Þátttakandi í Reykjavík Safarí
Þátttakandi í Reykjavík Safarí

Um þennan viðburð

Tími
20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Spjall og umræður
Velkomin

Reykjavík safarí | Fjöltyngd menningarganga

Fimmtudagur 11. júlí 2019

Upplýsingar á pólsku, spænsku, filippseysku, arabísku og litháísku á Facebook.

Talar þú ensku, pólsku, spænsku, filippseysku, arabísku eða litháísku? Langar þig að fá skemmtilega menningarleiðsögn á eitt af þessum tungumálum, hlusta á gríska kaffihúsatónlist og hitta heimsborgara í Reykjavík?

Hvar eru bókasöfnin og söfnin, leikhúsin, stytturnar og skemmtilegu staðirnir? Hvað er ókeypis? Hvað gerist um helgar? Hvað er fyrir börn, fjölskyldur og fullorðna? 

Í lok göngunnar hittast hóparnir í Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15 þar sem verður boðið upp á hressingu og lifandi tónlistaratriði með hljómsveitinni Syntagma Rembetiko! Hljómsveitina skipa Ásgeir Ásgeirsson á bouzouki, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Alexandra Kjeld á bassa og Margrét Arnardóttir á harmónikku.

Markmiðið er að veita nýjum hópum innsýn í það umfangsmikla og fjölbreytta menningar-  og listastarf sem fer fram á söfnunum og virkja borgarbúa til þátttöku. Reykjavík Safarí hefur notið mikilla vinsælda og er það vonin að sem flestir sem tala ofangreind tungumál taki kvöldið frá enda bæði fróðleg og fjörug kvöldstund framundan.

Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar:
Kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is
s. 6141820

 

*ENGLISH

Reykjavík Safarí | A Cultural Walking Tour in 6 languages
Reykjavik City Library | Tryggvagata 15
Thursday July 11th at 8-10 pm

Do you speak English, Polish, Spanish, Filipino, Arabic or Lithuanian? Would you like join a free cultural walking tour in one of these languages, listen to Greek café music and mingle with other Reykjavík world citizens?

Where are all the best museums and libraries? What can you do for free? What's on during the weekends? What's available for kids, families and grown-ups?

After the walk, all groups are invited to Reykjavik City Library at Tryggvagata 15 for refreshments and live music with Syntagma Rembetiko! The band features Ásgeir Ásgeirsson on bouzouki, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir on violin, Alexandra Kjeld on bass, and Margrét Arnardóttir on accordion.

Our goal is to showcase the wide array of cultural activities offered by Reykjavík’s libraries and museums, and to encourage Reykjavík denizens to actively participate in our city’s rich cultural life. Reykjavik Safari has been a popular event every summer, and we hope to see as many speakers of all the aforementioned languages in this exciting and edifying event.

Everybody is welcome free of charge!

The event on Facebook

For more information:
Kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is
ph: 6141820