Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Aldur
13+
Tungumál
Íslenska og enska
Skapandi tækni
Tónlist
Ungmenni

Smásmiðja | Meistara Rubiks töfratening í 60 mín

Fimmtudagur 6. nóvember 2025

Lærum að leysa Rubiks-kubb og verða Rubiks meistari! 

Fimmtudaginn 6. nóvember fer fram bráðskemmtileg Smásmiðja á Verkstæðinu á 5. hæð Borgarbókasafnsins Grófinni kl. 16:00. Rubiks-kubburinn: Frá byrjanda til meistara á 60 mínútum, þar sem kennd verða ýmis trix til að leysa teninginn fljótt og vel.

Smiðjurnar eru opnar öllum 13 ára og eldri.

Þátttaka er ókeypis og engin skráning.

 

smásmiðjur í skapandi tækni – annan hvern mánudag hjá Borgarbókasafninu Grófinni

Smásmiðjur | Opnir aðstoðartímar á Verkstæðinu Grófinni

Í Smásmiðjunum lærum við allt milli himins og jarðar sem tengist skapandi tækni og tölvuvinnslu. Á Verkstæðinu eru fullbúnar tölvur með öllum helstu forritum fyrir myndvinnslu, tónlistarsköpun eða hljóðvinnslu og tilvalið að mæta í Smásmiðjurnar fyrir þau sem langar að læra á forritin og nýta sér búnaðinn.

Við kynnumst einhverju nýju í Smásmiðjunum annan hvern mánudag frá kl. 16:00–17:00. Eftir tímann verður starfsfólk til staðar til að aðstoða með hvað sem er til kl. 17:30.

Engin skráning, bara mæta!
 

Viðburður á Facebook
 

Nánari upplýsingar veitir:

Valgeir Gestsson, sérfræðingur Tónlistardeildar
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100