Fræskiptimarkaður

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Fræskiptimarkaður

Föstudagur 9. febrúar 2024 - Laugardagur 2. mars 2024

 

Fátt er betra en nýupptekið grænmeti úr eigin garði og ekki þarf mikið pláss til að rækta sínar eigin matjurtir. Febrúar er tilvalinn tími til að gera áætlun um ræktun komandi vors og sumars. Í Borgarbókasafninu Sólheimum er úrval fræja sem fólk getur komið og nælt sér í og og prófað sig áfram í ræktun matjurta, salata, kryddplatna eða einhvers annars.  

Ekki er þörf á að sá miklu á hverjum tíma og því sitja ræktendur oft uppi með slatta af fræjum sem vilja fara forgörðum. Þá er tilvalið að mæta með þau á fræskiptimarkaðinn og skipta þeim út fyrir önnur fræ sem þig langar að rækta og leyfa öðrum að njóta góðs af þínum fræjum. 

Fræskiptimarkaðurinn er í samstarfi við Lilju Sigrúnu Jónsdóttur, áhugamanneskju um ræktun.

 

Allt um Fræsafn Borgarbókasafnsins og tengda viðburði...

 

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar:

Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | 411 6160