Liðnir viðburðir
Vetrarfrí | Vinátturatleikur
Laugardagur 17. febrúar 2024 - Þriðjudagur 20. febrúar 2024
Taktu þátt í skemmtilegum ratleik um vináttu í barnabókum. Hverjir eru t.d. bestu vinir Línu langsokks? Svaraðu tíu spurningum um allskonar bestu vini eða vinkonur. Ef þú ert ekki viss þá finnur þú réttu svörin í bókasafninu. Fáðu vini og vinkonur með í leikinn eða kannaðu hversu mikið fjölskyldan veit um barnabækur!
Öll velkomin og gangi ykkur vel!
Ratleikurinn er einnig í boði í Borgarbókasafninu Sólheimum.
Sjá fjölbreytta dagskrá Borgarbókasafnsins í Vetrarfríinu...
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6100