Tilbúningur | Pappírsperlur
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær njóta sín í góðum félagsskap?
Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.
Í þessum tilbúningi ætlum við að búa til perlur úr pappír.
Í perlugerð nýtum við litskrúðugan pappír og búum til perlur af öllum stærðum og gerðum. Klippum og límum og endurnýtum pappír úr gömlum bókum og tímaritum af bókasafninu og búum þannig til verðmæti úr verðlitlu efni.
Pappírsperlurnar má nýta í margskonar skartgripi og skraut
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir textílhönnuður, kennari og bókavörður leiðbeinir.
Tilbúningur í Árbæ er opinn öllum.
Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar klukkan 16:00.
Nánari upplýsingar veitir:
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, bókavörður
arnthrudur.osp.karlsdottir@reykjavik.is | 411 6230
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6230