Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Sápukúlur á svölunum

Sunnudagur 12. maí 2024

Risastórar sápukúlur eru heillandi.

Komdu og lærðu alls konar og ýmislegt um að „sápukúla“. Svo geturðu slegið í gegn í næsta fjölskylduboði, bekkjarskemmtun, bæjarhátíð eða úti á göngugötu í sumar.

Við förum yfir hvaða sápuformúlur virka best í íslenskri veðráttu, gerum sápukúluvendi úr ýmsu endurunnu efni og látum síðan regnbogaglitrandi sápukúlur svífa af svölum bókasafnsins út yfir Árbæinn.

Við munum hafa nóg efni fyrir tíu þátttakendur til að blanda í einu, svo það er betra að skrá sig tímanlega! 

Vinsamlegast notið skráningarformið hér neðst á síðunni.

Fjölskyldum og vinum þeirra sem skráð eru er velkomið að fylgjast með og taka þátt í sápukúlugerðinni á eftir.

Ef veður leyfir ekki sápukúlugerð styttum við smiðjuna og förum yfir grunnatriðin svo þið getið búið til formúluna heima við betri aðstæður.

 

Öll velkomin, á hvaða aldri sem er!

 

Viðburðurinn á facebook 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur 

saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is