Pottaplöntur
Pottaplöntur

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Plöntuskiptimarkaður

Mánudagur 24. apríl 2023 - Föstudagur 5. maí 2023

Langar þig í ný blóm inn á heimilið? Nú er tækifærið til að grisja pottaplönturnar, skella þeim í (bráðabirgða)pott og koma með í Borgarbókasafnið Sólheimum og fá eitthvað nýtt og spennandi í staðinn. Tökum á móti alls konar pottaplöntum, stórum, litlum, loðnum, afleggjurum og blómstrandi. Eina skilyrðið er að þær séu lifandi!!

Plöntuskiptimarkaðurinn er hluti af markaðsröð í Borgarbókasafninu Sólheimum en það fagnar tvöföldu afmæli í ár. Annars vegar er útibú III, forveri Sólheimasafns 75 ára, og hins vegar er Sólheimasafn sjálft 60 ára, en það opnaði í núverandi húsnæði  4. janúar 1963. Nýtni og græn gildi hafa ávallt einkennt starfsemi Sólheimasafns og svo verður einnig í ár. Boðið verður upp á fjölbreytta skiptimarkaði allt árið þar sem endurnýting og hringrásarhugsun verða í brennidepli.  

Öll velkomin!

Nánari upplýsingar veitir:

Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | 691 2946