Um þennan viðburð
Plöntuskipti | Blóm og græðlingar
Allir blómaunnendur eru velkomnir á Borgarbókasafnið Árbæ þennan sunnudag með plöntur og græðlinga til að skiptast á við aðra ræktendur.
Inni á safninu verður pláss fyrir inniblómin og á svölunum er hægt að vera með garðplöntur. Sömuleiðis má koma með potta og annað sem tilheyrir ræktuninni og skipta.
Blómaáhugafólk er hvatt til að koma og gera góð skipti. Þau sem ekkert hafa til skiptanna eru líka velkomin því það er aldrei að vita nema hægt verði að fá plöntu eða afleggjara án þess að gefa á móti. Einnig er þetta upplagt tækifæri fyrir þá sem eiga umfram, að deila með öðrum – og ekki síður að spjalla við aðra ræktendur um umhirðu plantanna og þetta skemmtilega áhugamál.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250 / 892 0326