Miriam Petra og Friðrik Agni

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál
Enska og Íslenska
Liðnir viðburðir

Orðasmiðja | Hver er Íslendingur?

Fimmtudagur 15. ágúst 2024

Hver er Íslendingur? Hvernig Íslendingur ert þú?
Vantar okkur ný orð til að lýsa reynslu okkar sem íslendinga af blönduðum uppruna? Verið velkomin í orðasmiðju þar sem við ræðum hvað gerir okkur að Íslendingum, veltum fyrir okkur hvaða orð eru notuð til að lýsa okkur og búum til ný íslensk orð til að lýsa veruleika okkar betur.
 

„Við erum öll bara Íslendingar og það ætti að vera nóg sem svar - en við þurfum samt oft að útskýra það með auka orðum því fólk tekur ekki mark á skýringum okkar.“ Miriam Petra og Friðrik Agni


2 klst
15-20 mín - kynning á vinnustofunni og hvers vegna við erum að þessu 
30 mín - umræður um orðanotkun „blandaðra Íslendinga“ um sig sjálf 
30 mín - umræður um hvað gerir okkur að Íslendingum
40 mín - vinna úr umræðunum; skrá niður orð undir yfirheitið „Íslendingur“ 
Friðrik Agni og Miriam Petra móta og leiða vinnustofuna.
 

Vinnustofan er ókeypis, opin öllum aldurshópum og er hluti af verkefninu Kærleiksorðræða sem leitt er af Borgarbókasafni Reykjavíkur með styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála.

Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem koma að verkefninu eru hvött til að búa til ný íslensk orð. Eins og titill verkefnisins ber með sér er lögð áhersla á leik að orðum. Öllum nýju orðunum er safnað saman í nýstárlega orðabók sem er geymd á Borgarbókasafninu. Auk þess sköpum við vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum.

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is