Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 13:00
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Opið samtal | Femínísk sjálfsvörn

Fimmtudagur 17. nóvember 2022

Við bjóðum í opið samtal með Slagtogi um femínískra sjálfsvörn sem forvörn gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun.  

Í femínískri sjálfsvörn er ábyrgð á ofbeldi alltaf sett með skýrum hætti á herðar gerandans, ýmsar mýtur um kynbundið ofbeldi hraktar og auk líkamlegrar sjálfsvarnar er kennd munnleg, tilfinningaleg og sálræn sjálfsvörn. 

Slagtog eru femínísk félagasamtök sem leggja áherslu á að kenna konum og hinsegin fólki femíníska sjálfsvörn. Slagtog var stofnað árið 2019 innblásið af starfi og skrifum belgíska-austurríska þjálfarans Irene Zeilinger sem hefur kennt femíníska sjálfsvörn í tæp 30 ár. 

Viðburður á Facebook 

Öll velkomin, þátttaka ókeypis. 

Frekari upplýsingar um Slagtog 
Elínborg Hörpu- og Önundarbur 
eli@slagtog.org 

Opið samtal,  hvað er það? Umræðuvettvangur um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu. 

Frekari upplýsingar um Opið samtal 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is