
Um þennan viðburð
Naglinn | Án titils
Listaverk án titils eftir Sigurborgu Stefánsdóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum, frá 24. apríl og út maí. Naglinn er heitið á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta 15. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki og sem eru öll fengin að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.
Listaverk Sigurborgar eru fjölbreytt og nýtir hún ýmsa tækni í listsköpun sinni til að mynda málun, teikningu, grafík, klippimyndir og ljósmyndir. Listaverk Sigurborgar hafa verið til sýnis víða, hún hefur haldið einkasýningar bæði hér á landi og erlendis, í Danmörku og á Ítalíu. Þá hefur hún einnig tekið þátt í samsýningum víða um heim. Sigurborg útskrifaðist frá Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn árið 1987 og fór fljótlega að kenna við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og seinna við Listaháskóla Íslands fram til ársins 2011. Ásamt því hefur hún fengist við bæði myndskreytingar og bókagerð.
Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu, þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.
Hægt er að leigja verkið á 3.000 kr. á mánuði eða kaupa á 90.000 kr.
Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn eða verkið hér á heimasíðu Artóteksins
Upplýsingar veita:
Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112