
Um þennan viðburð
Leshringurinn Sveigur - Fyrsti hittingur ársins
Langar þig að taka þátt í leshring?
Í Borgarbókasafninu Spönginni hefur verið starfræktur leshringur í nokkur ár og ber það fallega nafn Sveigur. Nú hefjum við nýtt tímabil á nýju ári og fögnum að sjálfsögðu nýju fólki í hópinn!
Í þessum fyrsta leshring ársins munum við spjalla um það sem við lásum í jólafríinu og velja lesefni fyrir þetta misseri.
Guðrún Dís Jónatansdóttir, hefur umsjón með leshringnum í fjarveru Ástu Halldóru Ólafsdóttur, sem er í tímabundnu leyfi frá störfum á Borgarbókasafninu.
Þau sem langar að taka þátt og eru jafnvel með hugmyndir að skemmtilegum bókum geta sent tölvupóst eða haft samband í síma.
Sjá hér upplýsingar um þá leshringi sem starfræktir eru á Borgarbókasafninu...
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115