
Um þennan viðburð
Leshringurinn Hrútakofinn
Hrútakofinn er leshringurinn ætlaður karlmönnum sem vilja deila sinni lestrarreynslu og kynnast nýju lesefni.
Hópurinn kemur sér saman um ákveðið lestrarþema fyrir hvern mánuði og meðlimir velja sér síðan sjálfir bók sem fellur að þeim ramma og kynna hana fyrir hópnum á næsta fundi.
Fundir í Hrútakofanum vorið 2023:
janúar | frí
1. febrúar | jólabókaflóðið 2022
1. mars | Landalotterý (meðlimir draga land úr hatti og kynna bók eða höfund frá því landi)
5. apríl | Bók sem tengist ákveðinni íþrótt, íþróttamanneskju eða íþróttaviðburði
3. maí | Alræðið
7. júní | Bækur sem eru tilnefndar eða hafa fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin
Staðsetning: 2. hæð Borgarbókasafnsins Spönginni
Umsjón með hópnum og frekari upplýsingar: Gunnar Þór Pálsson
Skráning: hrutakofinnleshringur@gmail.com