
Um þennan viðburð
Jazz í hádeginu I Feður fónanna með Alberti Sölva
Borgarbókasafnið Grófinni 10. febrúar kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Gerðubergi 11. febrúar kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Spönginni 12. febrúar kl. 13:15-14:00
Saxófónleikarinn Albert Sölvi Óskarsson setur saman tónleikadagskrá með tónsmíðum helstu saxófónleikara jazzheimsins. Með Alberti leika Jón Ómar Árnason á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.
Á tónleikunum verður tekið á móti óskalagahugmyndum fyrir næstu tónleika sem verða í mars. Óskalagatónleikar hafa verið haldnir einu sinni áður við afar mikla hrifningu gesta.
Jazz í hádeginu er tónleikaröð sem hefur fest sig í sessi á Borgarbókasafninu en markmið hennar er að færa jazztónlistina út í hverfi borgarinnar svo fólk geti notið hennar í nærumhverfinu.
Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar.
Aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar:
Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is