Fróðleikskaffi | Fjölæringar
Hvað er fegurra en blómabreiða í vel hirtum garði, þar sem litskrúðugur plöntur af ýmsum stærðum og gerðum gleðja augað?
Fjölæringarnir eru plöntur sem lifa lengur en eitt ár utanhúss, þ.e.a.s. jurt-kenndar plöntur sem fella blöð og stöngla yfir veturinn og vaxa svo upp að vori. Tré falla því ekki undir hugtakið.
Á fróðleikskaffinu mun Guðríður Helgadóttir segja frá ævintýralegum heimi fjölæringanna. Hvaða tegundir þola vel íslenskar aðstæður, hvernig vaxtarstaður hentar, gróðursetning þeirra, jarðvegur, áburður, umhirða og annað sem tengist þessum fallegum plöntum.
Guðríður Helgadóttir er garðyrkjufræðingur og líffræðingur. Hún hefur unnið við garðyrkjutengd störf allan sinn starfsferil og frætt almenning um garðyrkju með ýmsum hætti, m. a. í útvarpi og sjónvarpi. Árið 2023 gaf Guðríður út bókina Fjölærar plöntur.
Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir, sérfræðingur
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is | 411 6250