Glæpaganga með Katrínu og Ármanni Jakobsbörnum

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

FRESTAÐ Glæpafár á Íslandi | Bókmenntaganga - Bræður, systur og glæpir

Fimmtudagur 13. júní 2024

Vinsamlegast athugið að göngunni hefur verið frestað til 3. september n.k.

Katrín Jakobsdóttir er nú þekktust fyrir önnur störf sín en upphaflega var hún sérfræðingur í sögu og þróun glæpasögunnar, m.a. elstu glæpasögunum sem áttu sér stað á Hótel Borg og Klapparstígnum en einnig sögum Arnaldar Indriðasonar sem komu Norðurmýrinni og Grafarholti rækilega inn í íslenska bókmenntasögu.

Ármann Jakobsson er bróðir hennar og hefur sent frá sér einar sex sögur um glæp, m.a. eina sem er staðsett nálægt Háskólanum og aðra sem gerist einkum á Freydísargötu sem nú er einmitt að verða til á höfuðborgarsvæðinu.

Hversu mikilvægt er borgarlandslagið fyrir sakamálasöguna og hvernig mótast sögur af staðarvalinu?

Gangan hefst við Borgarbókasafnið Grófinni, við Tryggvagötu 15.
Öll hjartanlega velkomin.

Kvöldgangan er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags. 

Viðburður á Facebook.

Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Bækur og annað efni