
Um þennan viðburð
FRESTAÐ Barbaknit | Handverkskaffi
Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað til 25. nóvember n.k.
Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.
Sjá nánar HÉR.
• Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð
• Hámarksfjöldi gesta: 40 manns - sjá skráningarform neðst á síðunni
• Kaffihúsið er opið.
Linda Eiríksdóttir, Barbaknit, er mörgum prjónurum kunn. Hún heldur úti skemmtilegu podkasti á Youtube og hefur í áraraðir unnið með hinum litríka prjónahönnuði Stephen West. Linda er snillingur í að velja saman liti og verður með mörg prjónaverkefni á svæðinu sem gaman verður að sjá. Linda hefur komið víða við, tekið þátt í prjónahátíðum erlendis, prjónagraffað heilan strætó og stýrt prufuprjóni fyrir útgáfur á mynstrum og svo mætti lengi telja.
Nánari upplýsingar:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafninu Gerðubergi.
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is