Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir
Þórhildur útskýrir ýmis hugtök s.s. kvár, stálp o.fl.

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

Foreldrakaffi | Hinsegin börn og ungmenni

Sunnudagur 15. september 2024

Fjallað verður um hinseginleikann, hinsegin hugtök og samfélagið

Á Íslandi er fjöldi barna og ungmenna hinsegin og það skiptir máli að þau upplifi öryggi og vellíðan og séu laus undan fordómum. Hver er staða hinsegin barna? Hvernig getum við tryggt þeim hinseginvænna umhverfi, bæði heima og í skólanum? Og hvað þýða eiginlega pankynhneigð, stálp og öll þessi hinsegin hugtök?

Með spjallinu er vonast til að foreldrar, forsjárfólk og aðrir kynnist vel hinsegin málaflokknum og upplifi sig örugg í að ræða hinsegin málefni við börn og ungmenni, sem og taka á hinsegin fordómum.

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, fræðir okkur um hinsegin málefni með áherslu á börn og ungmenni.

Á viðburðinn eru öll velkomin, foreldrar, fjölskyldur, vinir hinsegin barna og ungmenna og þau sem hafa áhuga á að kynna sér betur málið.

Góður tími verður fyrir spurningar og umræður.

 

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar veita:

Agnes Jónsdóttir, bókavörður hjá Borgarbókasafninu Árbæ 
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, (hún/she)
sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks hjá 
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar 
thorhildur.elinard.magnusdottir@reykjavik.is