
Um þennan viðburð
Fiktvarpið | Ukulele fyrir alla með Svavari Knúti
Svavar Knútur verður með skemmtilega ukulele kennslu í streymi og það skiptir ekki máli hvort þú sért byrjandi, eigi ukulele heima eða ert þrautþjálfaður ukulele spilari, því það geta allir verið með og þeir sem ekki taka þátt geta bara hallað sér aftur og hlustað á fallega tónlist Svavars Knúts. Allir velkomnir, ungir sem aldnir!
Svavar Knútur söngvaskáld hefur getið sér gott orð bæði fyrir sína eigin frumsömdu tónlist og fyrir nálgun sína á sígild íslensk sönglög. Hann hefur vakið athygli fyrir vald sitt á samspili söngs og hljóðfæris – aðalsmerki trúbadorsins – sem og skemmtilega sagnamennsku milli laga. Einlægni og hlýja ráða ríkjum í tónlist Svavars Knúts, sem þó er krydduð með húmor inn á milli.
Fylgist með á vegg Borgarbókasafnsins á Facebook, linkurinn á streymið er birtur rétt fyrir útsendingu.
Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is