Liðnir viðburðir
Ferðakaffi | Vera Illugadóttir í Arabalöndum
Fimmtudagur 11. apríl 2024
Vera Illugadóttir segir frá ferðum sínum um lönd Arabaheimsins á undanförnum árum. Meðal annars frá ferðalögum sínum til ýmissa Arabalanda með ömmu sinni, Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfundi og blaðamanni, fyrir nokkrum árum.
Jóhanna rak í upphafi þessarar aldar óformlega ferðaskrifstofu og sérhæfði sig í að kynna Íslendingum fáfarnari slóðir Miðausturlanda, lönd eins og Sýrland og Jemen, sem síðan hafa orðið stríði að bráð.
Öll velkomin.
Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204