
Um þennan viðburð
Ferðakaffi I Heimilaskipti um heimsálfurnar sjö
Í Borgarbókasafninu Gerðubergi mun G. Pétur Matthíasson fjalla um heimilaskipti sem hann hefur átt í, Danmörku, París, Berlín, Bordeaux og í Argentínu. Ræði kostina við þessa tegund ferðalaga, hvað ber að hafa í huga og fleira. Einnig mun hann segja frá reynslu sinni af þessu í gegnum árin. Hvernig þetta fyrirkomulag gefur manni aðra sýn á staðinn sem heimsóttur er, sýn sem maður fær ekki á hóteli. Kostnaðinn og sparnaðinn, samskipti við hinn aðilann, fyrir, á meðan og ekki síður á eftir.
G. Pétur Matthíasson er forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar og hef verið í því starfi síðan 2007, þar áður var hann fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann er menntaður blaðamaður og bókmenntafræðingur auk þess sem hann stundaði diplómanám í Evrópufræðum og Alþjóða samskiptum.
Viðburðurinn á facebook
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis
Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjjavik.is
S: 4116114