Hendur

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 13:00
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Café Lingua | Að læra táknmál á tímum Covid-19

Laugardagur 13. febrúar 2021

Táknmál eru sjónræn tungumál sem numin eru með augum og tjáð með höndum, andliti og líkama. Mikilvægt er að ná augnsambandi og auk þess að sjá smáatriðin í andliti þess sem táknar og rýmið sem táknað er í. En hvernig virkar táknmálskennsla þegar fólk situr við tölvuskjá? Er hægt að kenna táknmál í gegnum fjarfundabúnað? Á viðburði Café Lingua sem haldinn er í tilefni af degi íslenska táknmálsins, 11. febrúar, segir táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra frá reynslu sinni, kostum þess og göllum að kenna táknmál við tölvuskjáinn. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Málnefnd um íslenskt táknmál.

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn neðst á síðunni.
 

 

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin tungumáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni.

Café Lingua – lifandi tungumál er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sjá nánar um verkefnið hér á heimasíðunni eða í Facebook-hópnum Café Lingua - lifandi tungumál.

Viðburðurinn á Facebook.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is