Bolluvandagerð í Borgarbókasafni Árbæ
Colorful Bun Day Wand.

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

Bolla, bolla, bolla!

Sunnudagur 11. febrúar 2024

Höldum í hefðina og búum til bolluvendi.

Það er skemmtileg hefð að föndra litríka vendi fyrir bolludaginn. Við verðum á umhverfisvænum nótum og notum trjágreinar, dagblöð, tímarit, bæklinga og alls kyns afgangspappír í bolluvendina. Allir geta búið til vönd, en yngsta fólkið þarf kannski dálitla aðstoð frá fullorðnum.

Eigum saman góða fjölskyldustund og höldum í skemmtilega hefð.

Viðburður á facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255