AFLÝST Tilbúningur | Uppsprettikort
Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið aflýst. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær njóta sín í góðum félagsskap?
Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.
Í þessum tilbúningi ætlum við að klippa, raða og líma. Konudagurinn er rétt handan við hornið og Valentínusardagurinn líka og við ætlum að nota gamlar bókasíður og búa til fallegt kort þar sem blóm spretta upp þegar kortið er opnað. Sæunn Þorsteinsdóttir listakona leiðbeinir.
Tilbúningur í Árbæ er opinn öllum en hentar best börnum eldri en 8 ára og fullorðnum á öllum aldri.
Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar klukkan 16:00.
Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur barnastarfs
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250